Vikan er leið (16.-22.janúar)

Posted on janúar 22, 2011

0


Vikan er leið, er samansafn greina, myndbanda og annarra nettengla sem af einhverjum ástæðum hafa vakið áhuga Samræðis í vikunni sem leið.

Eftir að hafa hlýtt á Frey Eyjólfsson flytja ágætis pistil um dauða rokksins 12.janúar (http://www.ruv.is/pistlar/freyr-eyjolfsson/rokkid-er-dautt) rakst ég á áhugaverðan pistil Karls Tryggvasonar á raftónlistarsíðunni Dansidans. Þar rýndi hann í sölutölur á vínylplötum sem virðast vera að koma aftur í tísku, en plöturnar sem seljast best eru nýjar indí- og klassískar pabbarokkplötur (http://dansidans.com/2011/01/18/vangaveltur-um-vinylsolu/)

Tónlistarsíðan Rjóminn birti svo daginn eftir færslu þess efnis að bandaríska rokksveitin Cake hafi sett met með því að eiga söluhæstu plötu vikunnar, en eintakafjöldi var í sögulegu lágmarki fyrir slíkt toppsæti. http://rjominn.is/2011/01/20/cake-setja-met/

Í miðri viku kom Zambíski hagfræðingurinn Dambisa Moyo fram í viðtalsþættinum Hardtalk á BBC og ræddi þar um nýja bók sína „How the West was Lost“, en hún útskýrir af hverju vestræn lýðræðisríki eru að dragast aftur úr í efnahagsþróun heimsins á meðan harðstjórnarríki á borð við Kína eru að gera það gott, og hvaða sé til ráða fyrir vestrið. Hún benti á hvernig núverandi lýðræðiskerfi þrýsti á skyndilausnir í stjórnmálum og skort á framtíðarsýn. Áður hefur hún skrifað „Dead Aid: Why Aid is Not Working and How There is a Better Way For Africa“ sem reif niður hugmyndir um gagnsemi þróunarhjálpar til þriðja heimsins.

http://www.youtube.com/watch?v=iiTpvfx_7oY

Á vefsvæðinu pdxJustice.org rakst ég svo á nokkuð skemmtilegan fyrirlestur Raj Patel um hið raunverulega gildi hluta og krísu lýðræðiskapítalismans.

http://vimeo.com/9901585

Að lokum kíkti ég á rúmlega tveggja ára viðtal Charlie Rose (úr 60 mínútum) við bandaríska blaðamanninn og rithöfundinn Malcolm Gladwell, og reyndi að gera upp við mig hvort ég þoli hann. Gladwell heldur því í viðtalinu fram að snilligáfa felist að miklu leyti í því að fá að æfa sig í friði í 10.000 klukkutíma.

http://www.charlierose.com/view/interview/9855